„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 21:52 Ísak Bergmann náði vel saman við Arnór Sigurðsson í kvöld. Vísir/Diego Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
„Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42