„Þetta er leikur sem við eigum að vinna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 22:30 Arnór Sigurðsson segir að Ísland eigi að vinna Albaníu á heimavelli. Vísir/Diego Arnór Sigurðsson var öflugur í liði Íslands er það gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Arnór segir Ísland eiga að gera kröfu á sigur í svona leik. „Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Þetta er svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, fyrri hálfleikurinn var kannski kaflaskiptur, þar sem við náðum ekki alveg að spila þann leik sem við vildum spila. Við fáum, og ég fæ, fín færi í fyrri hálfleik og við komumst í fínar stöður í seinni, svo það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ sagði Arnór um tilfinninguna eftir leik. Arnór var þá spurður hvort liðið hefði farið yfir eitthvað sérstakt í hálfleik. Fyrst tilfinningin sé að síðari hálfleikurinn hafi verið töluvert betri en sá fyrri. „Við vildum pressa þá hærra. Það var líka planið í fyrri en kannski gekk ekki alveg. Við vorum ákveðnari og meðvitaðri um það í seinni og skorum snemma sem gefur okkur helling. Seinni hálfleikurinn mjög góður finnst mér.“ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í riðli sínum í Þjóðadeildinni. Jafntefli kvöldsins kemur í kjölfarið á 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í miðri viku. Hvað vantar upp á svo þrjú stig náist? „Mér fannst markið sem þeir skora frekar soft. Við þurfum að vera þéttari og þetta á ekki að gerast, það á ekki að koma rebound inn í teig sem við vinnum ekki. Þannig að við þurfum að fara yfir þennan leik. Mér fannst við sýna karakter að koma til baka en við eigum líka að klára svona leiki - heima á móti Albaníu - þetta er leikur sem við eigum að vinna.“ segir Arnór. Arnór kvaðst að lokum ánægður með stemninguna á vellinum í kvöld. Alltaf sé gott að spila á Laugardalsvelli. „Það er alltaf gaman að koma og spila á Íslandi, sérstaklega þegar það er stemning. Mér fannst fín stemning í dag og vonandi sjáum við fleiri á móti Ísrael. En það að koma og spila á Laugardalsvelli er alltaf sérstök tilfinning.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Vildi ekki reyna að halda boltanum á blautu grasi“ Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður A-landsliðs karla, var súr eftir annað jafnteflið í röð í Þjóðadeild UEFA 6. júní 2022 21:45
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42