Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:30 Tiger Woods er fyrir miðju á heimslistanum í golfi. Hann lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári en sneri aftur í síðasta mánuði. Christian Petersen/Getty Images Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum. Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira