Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 12:00 Það stefnir í töluverðar breytingar á leigubílamarkaði nái frumvarp innviðaráðherra fram að ganga. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nokkuð harðorðri sameiginlegri umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra og Bifreiðastjórafélagsins Frama, um frumvarpið, sem Daníel Orri Einarsson, formaður beggja félaga sendi inn fyrir hönd þeirra. Í frumvarpinu, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, hefur lagt fram, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast til dæmis möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur á borð við Uber og Lyft bjóða upp á. Þungt hljóð hefur verið í leigubílstjórum vegna frumvarpsins, sem meðal annars er tilkomið vegna athugasemda ESA, eftirlitsstofnun EFTA, við regluverk á Íslandi í tengslum við leigubílaakstur. Í umsögn Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra og Frama er þess getið að leigubílstjórar verði ítrekað fyrir atvinnurógi af hálfi þeirra sem krefjist afregluvæðingar atvinnugreinarinnar, eins og það er orðað í umsögninni. Setja ofbeldi í garð leigubílstjóra í samhengi við kröfu um breytingar Þannig er ýmiskonar ofbeldi og ógnandi hegðun í garð leigubílstjóra sem sagt er hafa átt sér stað að undanförnu sett í samhengi við umræðu í samfélaginu um breytingar á leigubílamarkaði. „Andróðurinn gegn leigubifreiðastjórum hefur gengið svo langt að bifreiðastjórar hafa undanfarið mætt ítrekað vondri framkomu, svínað er í veg fyrir bíla, lamið á bifreiðum og bifreiðastjórar beittir ofbeldi. Á dögunum slasaðist bifreiðastjóri illa þegar farþegar veittust að honum og spörkuðu meðal annars í andlit hans. Við blasir að aðfarir gegn stéttinni undanfarið þar sem krafist er afregluvæðingar hafa beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubifreiðastjóra,“ segir í umsögninni, þar sem jafn framt er lagt til að veittur verði tveggja ára aðlögunarfrestur ef ætlunin sé að gera grundvallarbreytingar á löggjöf um leigubílaakstur. Umsögnina má lesa hér. Alls bárust fimmtán umsagnir um frumvarpið, sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Leigubílar Alþingi Samkeppnismál Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. 5. janúar 2022 22:00