Tengiflugskerfið til Bandaríkjanna umbreytir rekstri Play Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 13:09 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að bókunarstaðan í sumar sé gríðarlega sterk. Vísir/sigurjón Flugfélagið Play flutti rúmlega 56.600 farþega í maí sem er 58% aukning frá aprílmánuði. Farþegafjöldinn í maí var jafnmikill og á öllum fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Play segir tengiflugskerfi til Bandaríkjanna umbreyta rekstrinum og að það gangi vel að koma sér fyrir á flugmarkaðnum. Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“ Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hækkandi olíuverð og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar settu strik í reikninginn hjá Play á fyrsta ársfjórðungi. „Við létum það ekkert slá okkur út af laginu og höfum verið að einblína á þennan tímapunkt núna. Við sáum svo sem alveg bókanirnar styrkjast gríðarlega mikið inn í sumarið og inn í árið þannig að við vorum ekkert að gráta það sérstakelga en við, eins og aðrir,hefðum viljað kveðja COVID fyrr en við gerðum.“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Viðsnúningur í rekstrinum varð þó í maí. Farþegafjöldi þess mánaðar var næstum því jafnmikill og í janúar, febrúar og mars samanlagt. Sætanýting í maí var um 70%. Birgir bendir á að nú blasi við allt önnur mynd en á fyrsta ársfjórðungi meðal annars vegna tengiflugsleiðakerfisins en félagið flytur nú farþega á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Sætanýting er að styrkjast og bókunarstaðan í sumar er sterk. „Í þessari viku erum við að hefja flug á New York Stewart flugvöllinn sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Manhattan og það er völlur sem er að ganga gríðarlega vel hjá okkur og ekki bara fyrir Íslendinga heldur ekki síst Bandaríkjamenn sem eru á leið til Evrópu. Þarna erum við greinilega að hitta algjörlega í mark. Síðan erum við með aðra áfangastaði eins og Lissabon, Bologna, Gautaborgog fleiri staði sem eru meira hugsaði fyrir Íslendinga sem fara gríðarlega vel af stað.“ Flugfélagið hefur sett í gagnið flug til tveggja af þremur tengiflugsáfangastöðum og eru stjórnendur farnir að sjá aukin umsvif í rekstrinum. Birgir segir að það leyni sér ekki að mikill ferðahugur sé í fólki. „Ekki bara hjá Íslendingum heldur beggja vegna Atlantshafsins. Það gleymist oft að af farþegunum okkar þá eru mun fleiri sem eru tengifarþegar og ferðamenn að koma til landsins en nokkurn tímann Íslendingar þannig að reksturinn hjá okkur er að umbreytast á þessum vikum. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina.“
Fréttir af flugi Play Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01 Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02 Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25. maí 2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25. maí 2022 09:02
Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. 24. maí 2022 18:03
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf