„Ég vil að menn fari í A-landsliðið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 15:00 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðsins, segir sína menn þurfa að einblína á sjálfa sig. Vísir/Stöð 2 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir 21 árs landsliðs Íslands, segir leikmenn liðsins hafa fylgst vel með þegar Kýpur vann Grikkland 3-0 í riðli Íslands í gær. Úrslitin halda vonum Íslands um EM-sæti á lífi. „Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
„Úrslitin í gær þýða það allavega að við erum ennþá með möguleika en Grikkirnir hafa svo sem enn stjórnina á riðlinum, varðandi einhver örlög. En við þurfum að byrja á því að spila vel á morgun og tengja góðar frammistöður, við þurfum að hugsa um okkur og getum lítið pælt í því hvað Grikkland er að gera.“ segir Davíð Snorri sem segir jafnframt að menn hafi fylgst vel með leik Grikklands og Kýpur í gær, þrátt fyrir að æfing hafi staðið yfir á sama tíma. „Menn voru að fylgjast með fyrri hálfleiknum en svo fórum við á æfingu og þeir þóttust ekki vera að fylgjast með þessu en voru allir með þetta í úrinu og eitthvað svoleiðis. Við vorum á svona taktískri æfingu, svo já menn voru alveg að fylgjast með.“ Komandi verkefni töluvert frábrugðið Liechtenstein Ísland er með tólf stig í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Grikklandi sem er í öðru sæti. Til að ná öðru sætinu þarf Ísland því að vinna bæði Hvíta-Rússland og Kýpur í síðustu tveimur leikjum sínum og treysta á að Grikkland tapi sínum síðasta leik sínum við topplið Portúgals. Ísland vann Liechtenstein 9-0 í fyrsta leik þessa glugga en Davíð býst við allt öðruvísi leik við Hvít-Rússa í Víkinni klukkan 18:00 á morgun. „Þetta verður allt öðruvísi leikur. Hvít-Rússar hafa verið að standa sig mjög vel undanfarið, eru mjög líkamlega sterkir, grimmir og tilbúnir að fara alla leið í pressu og beinskeyttir með boltann. Þannig að við þurfum að vera tilbúnir að taka á átökunum og síðan spila boltanum í þau svæði sem eru opin. Þetta verður allt öðruvísi verkefni og við erum undirbúnir í það.“ Klippa: Davíð Snorri Breytingarnar alltaf miklar hjá yngri landsliðum Fyrri leikur Íslands við Hvít-Rússa fór fram í september í fyrra og var fyrsti leikur íslenska liðsins í keppninni. Leikmannahópur Íslands hefur breyst töluvert síðan þar sem leikmenn eru ýmist ekki í hópnum í dag eða komnir upp í A-landsliðið. „Hvít-Rússarnir hafa haldið þokkalega sama liði. En þetta er 21-árs landsliðið, það eru breytingar, menn eru að standa sig mismunandi og menn fara upp í A-liðið og taka skref, þannig að auðvitað verða breytingar,“ segir Davíð sem kveðst taka breytingum af þessum toga fagnandi. Sérstaklega þegar menn fara upp í A-landsliðið. Atli Barkarson spilaði leikinn við Liechtenstein í vikunni en hefur nú færst upp í A-landsliðið og verður með aðalhópnum í æfingaleik við San Marínó á fimmtudag og gegn Ísrael í Þjóðadeild á sunnudag. Davíð segir það hluta af starfi sínu að taka slíkum breytingum. „Ég vil að menn fari í A-landsliðið. 21-árs liðið er síðasta skrefið fyrir A-landsliðið. Við fögnum því þegar menn fara í A-landsliðið og það er hluti af því að vera þjálfari yngri landsliðs að það verða hreyfingar á liðinu og við bara tökum því fagnandi,“ Viðtalið við Davíð Snorra má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn