Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2022 14:36 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er spennt fyrir komandi kjörtímabili. Seinni hluti síðasta kjörtímabils reyndist frekar erfiður. Samfylkingin Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda. Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda.
Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45