Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 17:37 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann segir flugfélagið vera á fleygiferð inn í sumarið. Stöð 2/Egill Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira