„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 16:30 Það hefur lítið gengið upp hjá Aftureldingu í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti