Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu Atli Arason skrifar 8. júní 2022 21:30 Hollendingar fagna sigurmarki Wout Weghorst á 94. mínútu. Getty Images Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar. Louis van Gaal gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-4 útisigrinum gegn Belgíu í síðasta leik en fyrri hálfleikurinn var markalaus. Teun Koopmeiners kom Hollendingum yfir á 50. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Hollendingarnir voru sterkari heilt yfir og litu alltaf út fyrir að bæta við seinna markinu. Á 92. mínútu fengu þeir þó mark í andlitið þegar Rhys Norrington-Davis jafnaði leikinn með fyrsta landsliðsmarki sínu eftir kollspyrnu á fjærstöng og allt ætlaði um koll að keyra í Cardiff. Hollendingar tóku miðju og bryggja upp góða sókn en innan við tveimur mínútum frá jöfnunar markinu eru gestirnir búnir að taka forystuna aftur. Fyrirgjöf frá vinstri væng er mætt með flugskalla frá Wout Weghorst og Adam Davis í marki Wales kemur engum vörnum við. Lokatölur 1-2 fyrir Holland sem fer á topp riðils fjögur með 6 stig eftir tvo leiki. Wales er þó á botninum með 0 stig. Belgar voru staðráðnir að bæta upp fyrir tapið stóra gegn Hollandi á heimavelli í síðustu umferð og gerðu það heldur betur með því að valta yfir Pólverja, 6-1. Belgar hafa skorað í hverjum einasta landsleik sem þeir hafa spilað síðan í júlí 2018 og í kvöld varð það markaflóð. Axel Witsel, Kevin De Bruyne, Lois Openda og Leander Dendoncker gerðu mörk Belgíu ásamt tveimur mörkum frá Leandro Trossard. Robert Lewandowski kom Pólverjum þó fyrst yfir á 28. mínútu. Bæði lið eru jöfn af stigum í 2. og 3. sæti 4. riðils, bæði með þrjú stig. Belgar eru ofan á með betri markatölu, +2 gegn -4. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Louis van Gaal gerði 11 breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-4 útisigrinum gegn Belgíu í síðasta leik en fyrri hálfleikurinn var markalaus. Teun Koopmeiners kom Hollendingum yfir á 50. mínútu með föstu skoti við vítateigslínuna. Hollendingarnir voru sterkari heilt yfir og litu alltaf út fyrir að bæta við seinna markinu. Á 92. mínútu fengu þeir þó mark í andlitið þegar Rhys Norrington-Davis jafnaði leikinn með fyrsta landsliðsmarki sínu eftir kollspyrnu á fjærstöng og allt ætlaði um koll að keyra í Cardiff. Hollendingar tóku miðju og bryggja upp góða sókn en innan við tveimur mínútum frá jöfnunar markinu eru gestirnir búnir að taka forystuna aftur. Fyrirgjöf frá vinstri væng er mætt með flugskalla frá Wout Weghorst og Adam Davis í marki Wales kemur engum vörnum við. Lokatölur 1-2 fyrir Holland sem fer á topp riðils fjögur með 6 stig eftir tvo leiki. Wales er þó á botninum með 0 stig. Belgar voru staðráðnir að bæta upp fyrir tapið stóra gegn Hollandi á heimavelli í síðustu umferð og gerðu það heldur betur með því að valta yfir Pólverja, 6-1. Belgar hafa skorað í hverjum einasta landsleik sem þeir hafa spilað síðan í júlí 2018 og í kvöld varð það markaflóð. Axel Witsel, Kevin De Bruyne, Lois Openda og Leander Dendoncker gerðu mörk Belgíu ásamt tveimur mörkum frá Leandro Trossard. Robert Lewandowski kom Pólverjum þó fyrst yfir á 28. mínútu. Bæði lið eru jöfn af stigum í 2. og 3. sæti 4. riðils, bæði með þrjú stig. Belgar eru ofan á með betri markatölu, +2 gegn -4.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira