Eru bara að þessu fyrir „bílfarma af peningum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 11:30 McIlroy kveðst engan áhuga hafa á því að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Christian Petersen/Getty Images Golfararnir sem taka þátt á LIV-mótaröðinni, sem fjármögnuð er af Sádum, eru aðeins að því fyrir bílfarma af peningum segir norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy. Þónokkur stór nöfn innan golfheimsins hafa ákveðið að taka frekar þátt á þessari nýtilkomnu mótaröð en á PGA-mótaröðinni, sem hefur sögulega séð verið besta mótaröð í heimi. Phil Mickelson og Dustin Johnson eru á meðal þeirra sem verða á LIV-röðinni og segir sagan að þeir þéni á bilinu 150 til 200 milljónir bandaríkjadala fyrir vikið. Sergio García, Ian Poulter og Lee Westwood eru einnig á meðal þátttakanda. Fyrsta mótið af átta í röðinni fer fram um helgina, á Centurion-vellinum í Lundúnum. 250 milljónir dollara verða í verðlaunafé á mótunum átta, töluvert meira en býðst á PGA-mótaröðinni, sem borgar þó ekki illa. „Við vitum öll hvers vegna allir er að spila í Lundúnum þessa helgina. Það eru bílfarmar af peningum sem greiddir eru fyrirfram. Ég skil það alveg og fyrir suma af mótspilurum mínum er það mjög heillandi.“ lét McIlroy hafa eftir sér í aðdraganda Opna kanadíska-mótsins á PGA-mótaröðinni sem fram fer um helgina. McIlroy segist hafa engan áhuga á að taka þátt á mótaröðinni, sem hefur skapað ákveðna pólariseringu innan golfheimsins. Hann hefur hvatt þá sem valdið hafa í golfheiminum til að „koma sér fyrir í fundarherbergi og leysa málin.“ Um 25 milljónir dollara verða í boði í verðlaunafé á LIV-mótinu um helgina, þar sem sigurvegarinn fær fjórar milljónir dollara, rúmlega 520 milljónir króna, og sá sem vermir botnsætið af 48 spilurum fær 120 þúsund dollara, rúmlega 15 og hálfa milljón króna. Greg Norman, sem var áður efstur á heimslistanum í golfi, er andlit mótaraðarinnar. Hann kveðst hafa tryggt sér frekari fjármögnun upp á 1,6 milljarð dollara frá opinberum fjárfestingasjóði Sádi-Arabíu til að fjölga mótum í 14 fyrir 2024. Þeir sem taka þátt á mótaröðinni hafa setið undir gagnrýni fyrir að taka þátt í hvítþvætti á mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu. Fjárfestingar sjóðs Sáda í íþróttum hefur færst í aukana síðastliðin ár. Sádar héldu keppni í Formúlu 1-kappakstrinum í fyrra og sjóðurinn keypti meirihluta í enska fótboltaliðinu Newcastle United í vetur. Rory McIlroy freistar þess að verja titil sinn frá því í fyrra á Opna kanadíska um helgina. Keppni hefst klukkan 19:00 í kvöld og sýnt er beint frá því á Stöð 2 Golf. Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Þónokkur stór nöfn innan golfheimsins hafa ákveðið að taka frekar þátt á þessari nýtilkomnu mótaröð en á PGA-mótaröðinni, sem hefur sögulega séð verið besta mótaröð í heimi. Phil Mickelson og Dustin Johnson eru á meðal þeirra sem verða á LIV-röðinni og segir sagan að þeir þéni á bilinu 150 til 200 milljónir bandaríkjadala fyrir vikið. Sergio García, Ian Poulter og Lee Westwood eru einnig á meðal þátttakanda. Fyrsta mótið af átta í röðinni fer fram um helgina, á Centurion-vellinum í Lundúnum. 250 milljónir dollara verða í verðlaunafé á mótunum átta, töluvert meira en býðst á PGA-mótaröðinni, sem borgar þó ekki illa. „Við vitum öll hvers vegna allir er að spila í Lundúnum þessa helgina. Það eru bílfarmar af peningum sem greiddir eru fyrirfram. Ég skil það alveg og fyrir suma af mótspilurum mínum er það mjög heillandi.“ lét McIlroy hafa eftir sér í aðdraganda Opna kanadíska-mótsins á PGA-mótaröðinni sem fram fer um helgina. McIlroy segist hafa engan áhuga á að taka þátt á mótaröðinni, sem hefur skapað ákveðna pólariseringu innan golfheimsins. Hann hefur hvatt þá sem valdið hafa í golfheiminum til að „koma sér fyrir í fundarherbergi og leysa málin.“ Um 25 milljónir dollara verða í boði í verðlaunafé á LIV-mótinu um helgina, þar sem sigurvegarinn fær fjórar milljónir dollara, rúmlega 520 milljónir króna, og sá sem vermir botnsætið af 48 spilurum fær 120 þúsund dollara, rúmlega 15 og hálfa milljón króna. Greg Norman, sem var áður efstur á heimslistanum í golfi, er andlit mótaraðarinnar. Hann kveðst hafa tryggt sér frekari fjármögnun upp á 1,6 milljarð dollara frá opinberum fjárfestingasjóði Sádi-Arabíu til að fjölga mótum í 14 fyrir 2024. Þeir sem taka þátt á mótaröðinni hafa setið undir gagnrýni fyrir að taka þátt í hvítþvætti á mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu. Fjárfestingar sjóðs Sáda í íþróttum hefur færst í aukana síðastliðin ár. Sádar héldu keppni í Formúlu 1-kappakstrinum í fyrra og sjóðurinn keypti meirihluta í enska fótboltaliðinu Newcastle United í vetur. Rory McIlroy freistar þess að verja titil sinn frá því í fyrra á Opna kanadíska um helgina. Keppni hefst klukkan 19:00 í kvöld og sýnt er beint frá því á Stöð 2 Golf.
Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira