Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 10:35 Hætt er við því að Byron Castillo muni kosta „þjóð sína“ sæti á HM í Katar í vetur. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal. HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal.
HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn