Fóru yfir mögulegan EM hóp landsliðsins: Ekkert sem kom á óvart Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 12:30 Bestu mörkin spáðu fyrir um landsliðshóp Íslands sem verður tilkynntur á föstudag. Omar Vega/Getty Images Hópur Íslands fyrir Evrópumótið í fótbolta verður tilkynntur á morgun, föstudag. Því ákvað Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, að leyfa sérfræðingum þáttarins að velja sinn 23 manna hóp. Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira