„Öll umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 11:13 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Formaður félags leigubifreiðastjóra líst illa á allar breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur sem hann segir fullkomin eins og þau eru. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á kerfið eins og það er í dag og telur hagsmuni neytenda best borgið með núverandi löggjöf. Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Innviðaráðherra hefur á ný lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur. Þar segir að markmiðið með lögunum sé að færa lög og reglur um leigubifreiðar til nútímalegra horfs og tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu. Þá er nýjum lögum ætlað að tryggja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tjáði sig um málið í Bítinu í síðustu viku. Þar segir hann frumvarpið ekki vera ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri og vill ganga enn lengra. Lögin fullkomin eins og þau eru „Það eru margir sem eru að tjá sig um þetta sem að þekkja ekki starfsemina og eru ekki að gera neinum greiða með því,“ segir Daníel Orri Einarsson, formaður Frama, félags leigubifreiðastjóra. „Lög um leigubifreiðar er neytendavernd. Þegar þessi lög eru ekki virt þá er verið að eyðileggja neytendaverndina.“ Hann segir leigubílstjóra samt standa frammi fyrir skorti á bifreiðum og búi við kröpp kjör eins og staðan sé í dag. „Lögin um leigubíla eru fullkomin eins og þau eru og það á að virða þau og þetta tal um vistabönd er algjör della.“ Varðandi afnám skyldna um leigubifreðastöðvar og gjaldmæla til að færa þjónustuna í nútímalegra horf segir Daníel slíkar breytingar ekki vera til þess fallnar að bæta þjónustu eða neytendavernd. „Þessi lagabreyting er ekki að breyta einum eða tveimur þáttum sem ESA ályktunin benti á, heldur er verið að mölva allt og brjóta til þess að einhverjir aðrir geti komið inn á markaðinn og tekið hann af okkur.“ Þá segir Daníel leigubíla bjóða eins ódýrt verð og hægt sé. „Til að minnka kostnaðinn þarf að svindla og það er það sem þessir skutlarar gera, svinda á skatti, svindla á tryggingum og skráningum og þar með er verið að svindla á farþegum. Öll þessi umræða um afregluvæðingu er til að hleypa svindli að,“ sagði Daníel að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. 8. júní 2022 17:06
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45