Samkeppniseftirlitið með verðhækkanir til skoðunar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 14:00 Þeir vöruflokkar þar sem ekki má finna samkeppni milli innlendrar og erlendrar framleiðslu eða þjónustu virðast veikastir fyrir verðhækkunum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort greina megi samkeppnislagabrot í þeim verðhækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hagfræðingur bendir á að þeir vöruflokkar sem búi ekki við erlenda samkeppni hafi hækkað langmest. Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira