Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2022 11:51 Það verður ansi hvasst með suður- og suðausturströndinni í dag og þá einkum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og í Öræfum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár og fara varlega. vísir/veðurstofa íslands Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“ Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira