„Sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 23:31 Kristín Erna fagnar marki sínu í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði sigurmark ÍBV er liðið lagði Keflavík 3-2 í 8. umferð Bestu deildar kvenna á dögunum. Farið var yfir frammistöðu Kristínar Ernu í Bestu mörkunum að leik loknum. „Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Gaman að sjá Kristínu Ernu. Hún skorar þetta sigurmark og maður hefur aðeins saknað hennar undanfarið. Hún hefur aðeins verið að skipta um lið en er nú komin heim og ég sé annan brag á Kristínu Ernu núna en ég hef séð í langan tíma,“ hóf Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, á að segja. Kristín Erna er fædd árið 1991 og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk liðsins sumarið 2007 en alls hefur hún spilað 286 KSÍ leiki á ferlinum og skorað 147 mörk. Hún tók sumar með Fylki árið 2016 og færði svo sig yfir til 2020. Árið 2021 fór Kristín Erna tímabundið í Víking sem leikur í Lengjudeildinni áður en hún fór til Ítalíu síðasta haust og kom heim fyrr á þessu ári. „Mér fannst þegar hún tók tímabilið með Víkingum í Lengjudeildinni. Þar fannst mér hún mæta til baka. Skora reglulega, mjög jöfn og flott frammistaða. Svo fór hún aðeins út til Ítalíu og er nú komin aftur heim til Eyja og það er frábært að hún haldi áfram þeirri vegferð því ég er sammála, ef við spólum nokkur ár aftur þá týndist hún aðeins, „sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur, um Kristínu Ernu. „Það eru rosa gæði í þessum leikmanni svo þetta er bara frábært, gaman að sjá hvað hún er að taka stórt hlutverk með uppeldisfélaginu,“ bætti Mist við að lokum. ÍBV situr sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig eftir 8 umferðir. Aðeins eru tvö stig í Stjörnuna sem situr í 2. sæti deildarinnar. Kristín Erna hefur skorað þrjú af 14 mörkum liðsins, tvö hafa komið í eins marks sigri og hið þriðja gulltryggði sigur Eyjakvenna gegn KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Klippa: Bestu mörkin: Sigurmark ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira