Armando Broja kom heimamönnum í Albaníu yfir með marki af vítapunktinum í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Manor Solomon jafnaði metin fyrir gestina með marki á 57. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni stundarfjórðungi síðar þegar hann tryggði ísraelska liðinu 1-2 sigur með góðu marki.
Ísrael er því á toppi riðilsins með fjögur stig eftir tvær umferðir. Íslenska liðið kemur næst í öðru sæti með tvö stig, en Albanir reka lestina með eitt stig.