Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 08:14 Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. AP Photo/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. Fréttaveita AP greinir frá og segir að Biden hafi látið ummælin falla á fjáröflunarviðburði Demókrataflokksins. Þar sagði hann að þrátt fyrir að bandarískar njósnastofnanir hefðu safnað saman gögnum um að Rússar væru að safna liði á landamærum Rússlands og Úkraínum, hafi Úkraínuforseti ekki viljað hlusta á aðvaranir þess efnis. „Það hefur ekkert þessu líkt átt sér stað frá seinni heimsstyrjöldinni. Ég veit að margir töldu að ég væri að ýkja, en ég viss að við hefðum gögnin til að styðja þetta,“ sagði Biden. Var hann þar að vísa til mats bandarískra njósna- og herstofnana um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti ætlaði sér að ráðast inn í Úkraínu. „Það var enginn vafi á því,“ sagði Biden. „Og Selenskí vildi ekki heyra minnst á það.“ Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.Ukrainian Presidential Press Office via AP Í frétt AP segir einnig að þrátt fyrir að margir hafi dáðst að viðbrögðum Selenskís við innrásina hafi skortur á undirbúningi í Úkraínu í aðdraganda innrásarinnar verið gagnrýndur. Þar kemur einnig fram að Selenskí hafi ekki látið í ljós mikla ánægju opinberlega þegar embættismenn Bandaríkjastjórnar töluðu um að miklar líkur væru innrás Rússa í aðdraganda átakanna. Er þar vitnað í að Selenskí hafi haft áhyggjur af því að stöðug umræða um innrásarógn myndi hafa slæmt áhrif á efnahag Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fréttaveita AP greinir frá og segir að Biden hafi látið ummælin falla á fjáröflunarviðburði Demókrataflokksins. Þar sagði hann að þrátt fyrir að bandarískar njósnastofnanir hefðu safnað saman gögnum um að Rússar væru að safna liði á landamærum Rússlands og Úkraínum, hafi Úkraínuforseti ekki viljað hlusta á aðvaranir þess efnis. „Það hefur ekkert þessu líkt átt sér stað frá seinni heimsstyrjöldinni. Ég veit að margir töldu að ég væri að ýkja, en ég viss að við hefðum gögnin til að styðja þetta,“ sagði Biden. Var hann þar að vísa til mats bandarískra njósna- og herstofnana um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti ætlaði sér að ráðast inn í Úkraínu. „Það var enginn vafi á því,“ sagði Biden. „Og Selenskí vildi ekki heyra minnst á það.“ Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu.Ukrainian Presidential Press Office via AP Í frétt AP segir einnig að þrátt fyrir að margir hafi dáðst að viðbrögðum Selenskís við innrásina hafi skortur á undirbúningi í Úkraínu í aðdraganda innrásarinnar verið gagnrýndur. Þar kemur einnig fram að Selenskí hafi ekki látið í ljós mikla ánægju opinberlega þegar embættismenn Bandaríkjastjórnar töluðu um að miklar líkur væru innrás Rússa í aðdraganda átakanna. Er þar vitnað í að Selenskí hafi haft áhyggjur af því að stöðug umræða um innrásarógn myndi hafa slæmt áhrif á efnahag Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Yfirmaður í úkraínska hernum segir að framganga Úkraínumanna í stríðinu sé algjörlega háð því hvað Vesturlöndin láti þeim í té. Hann útilokar ekki að Rússar geri hlé á stríðinu til að reyna að sannfæra Vesturlönd um að slaka á viðskiptaþvingunum. 11. júní 2022 00:00
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12