Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 09:31 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. Elsa/Getty Images Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2. Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Leikur næturinnar var jafn og spennandi frá upphafi til enda, enda ekki við öðru að búast þegar komið er í fjórða leik úrslitaeinvígisins. Liðin skiptust á forystunni ellefu sinnum og tíu sinnum var jafnt í leiknum. Heimamenn frá Boston byrjuðu betur og náðu sjö stiga forskoti í upphafi leiks, en leiddu aðeins með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta. Áfram ríkti jafnræði með liðunum í öðrum leikhluta, en heimamenn virtust þó hálfu skrefi á undan og leiddu með fimm stigum þegar hálfleiksflautið gall, staðan 54-49, Boston Celtics í vil. 5 point game at the half in Game 4!@warriors 49 | @celtics 54 Halftime on ABC#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/AM1KymFxoj— NBA (@NBA) June 11, 2022 Ef einhverjir vonuðust eftir því að Boston-liðið myndi hefja síðari hálfleikinn á því að setja niður nokkur auðveld stig og byggja upp örugga forystu þá slökktu gestirnir ansi fljótt í þeim vonum. Stríðsmennirnir settu niður fyrstu fimm stig hálfleiksins á fyrstu 40 sekúndunum og jöfnuðu leikinn. Sama jafnræði og í fyrri hálfleik ríkti með liðunum og munurinn í þriðja leikhluta varð aldrei meiri en sex stig. Þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum var munurinn eitt stig, staðan 79-78, Golden State í vil. Boston-liðið náði fjögurra stiga forskoti í stöðunni 94-90 þegar rétt rúma fimm mínútur voru til leiksloka. Þá tóku gestirnir við sér og skoruðu tíu stig í röð. Stríðsmennirnir leiddu því með sex stigum þegar rúmlega ein og hálf mínúta var eftir á klukkunni. Það forskot létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum tíu stiga sigur, 107-97. Staðan í einvíginu er því orðin jöfn á ný, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Stephen Curry hugs his mom after his 43-point performance in Game 4! #DubNation pic.twitter.com/iekuaIOTT2— NBA (@NBA) June 11, 2022 Stephen Curry var sem áður segir allt í öllu í liði Golden State. Hann skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Þá átti Andrew Wiggins einnig góðan dag í liði Golden State, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Í liði Boston Celtics var Jayson Tatum atkvæðamestur með 23 stig, tólf fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Jaylen Brown með 21 stig. What a performance by Stephen Curry!💦 43 PTS💦 10 REB💦 7 3PM💦 #DubNation tie the #NBAFinals at 2-2#NBAFinals presented by @YouTubeTV 🏆 pic.twitter.com/73pdK0b6s3— NBA (@NBA) June 11, 2022 Fimmti leikur liðanna fer fram á aðfaranótt þriðjudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00:30 eftir miðnætti, en flautað verður til leiks um hálftíma síðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira