Sagðir nota sextíu ára gamlar og ónákvæmar eldflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2022 11:22 Eldflaugarnar eru sagðar geta valdið óbreyttum borgurum miklum skaða vegna ónákvæmi við árásir á skotmörk á landi. Getty/Diego Herrera Carcedo Rússar hafa líklega skotið tugum áratuga gamalla eldflauga sem hannaðar voru til að bera kjarnorkuvopn og granda flugmóðurskipum á skotmörk í Úkraínu. Þær eru sagðar ónákvæmar og líklegar til að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27