Prjónahátíð á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2022 12:23 Svanhildur Pálsdóttir, sem er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar á Blönduósi um helgina. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn. Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira