Toto kemur Hamilton til varnar: „Hefur verið að prófa nýja parta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:31 Lewis Hamilton og Toto Wolff. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, hefur komið sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton til varnar eftir að ökuþórinn var hægari en liðsfélagi sinn, George Russel, í tímatökum þriðju keppnina í röð. Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira