Blíðviðri og ekkert lúsmý Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 10:44 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir skóginn skarta sínu fegursta þessa dagana. aðsend Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“ Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“
Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00