Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. júní 2022 14:31 JasonVogel/WikimediaCommons Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina. Brasilía Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Fyrir meira en 40 árum hóf Ricardo Rezende, prestur í Brasilíu, rannsókn á nútímaþrælahaldi í Brasilíu. Hann ferðaðist vítt og breitt um Amazon-svæðið og aðstoðaði bændur sem hann taldi í raun vera beitta miklum órétti, en á 9. áratugnum var einræði í Brasilíu. Grimmilegar refsingar Hann uppgötvaði að á Volkswagen-búgarðinum var stundað stórfellt þrælahald. Þar var fólki í raun haldið í skuldafangelsi og því meira sem það vann, þess meir jukust skuldir þess, svokölluð skuldaánauð. Ekki í raun ósvipað þeim sögum sem af og til heyrast af erlendu vinnuafli á Íslandi og víðar. Þeir sem reyndu að flýja þrældóminn máttu þola grimmilegar refsingar ef þeir náðust. Presturinn nefnir sem dæmi að verðirnir hafi í einu tilfelli tekið eiginkonu manns sem reyndi að flýja og nauðgað henni. Aðrir voru skotnir í fæturna eða hreinlega drepnir. Volkswagen-búgarðurinn var feikistór, 140.000 hektarar, sem er vel rúmlega helmingur flatarmáls Reykjavíkurborgar. Þar var stunduð nautgriparækt og hundruð manna störfuðu á búgarðinum. Ákæra saksóknara á hendur Volkswagen fyrirtækinu hljóðar upp á gróf mannréttindabrot. Þeim sem haldið var í ánauð var synjað um læknisaðstoð, en malaría var útbreidd á meðal þeirra, þeir fengu ekki að yfirgefa svæðið eða ferðast um einir, húsakynnin voru óviðunandi sem og allt fæði sem þeir fengu. Réttarhöld hefjast á morgun Forsvarsmönnum Volkswagen hefur verið gert að mæta fyrir dómara þriðjudaginn, 14. júní, og svara fyrir sakarefnin. Þeir hafa gefið út tilkynningu um að þeir taki ákæruna mjög alvarlega. Hið kaldhæðnislega er að á sama tíma og Volkswagen rak þessar þrælabúðir á Amazon-svæðinu, í því augnamiði að aðstoða brasilísk stjórnvöld við að leggja undir sig Pará-svæðið, sem er á stærð við Frakkland, voru talsmenn þess löðursveittir við að múta sagnfræðingum í Þýskalandi sem rannsökuðu meint þrælahald Volkswagen í síðari heimsstyrjöldinni og síðar mátti þýski bílaframleiðandinn greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur og viðurkenna sekt sína. Séra Rezende hefur í 40 ár herjað á stjórnvöld að leita réttlætis fyrir brasilísk fórnarlömb Volkswagen. Það hefur seint og um síðir borið ávöxt og á morgun, þriðjudag, verður 600 blaðsíðna greinagerð hans um þrælahald Volkswagen lagt fyrir talsmenn fyrirtækisins. Þar má meðal annars finna vitnisburð 16 þræla sem lifðu af ánauðina.
Brasilía Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira