Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn