Eiga rétt á fullri endurgreiðslu og bótum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. júní 2022 20:30 Bæturnar sem fólk á rétt á þegar flugi þeirra er aflýst fer eftir þeim vegalengdum sem átti að fljúga með það. vísir/vilhelm Tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenjumikið af aflýsingum á flugferðum. Formaður samtakanna segir flugfélögin oft sleppa því að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið talsvert um aflýsingar á flugferðum hjá íslensku flugfélögunum. Tveimur flugferðum PLAY var aflýst með mjög skömmum fyrirvara í dag og öðru fyrir helgi. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna þessa - einnig vegna frestana hjá Icelandair og Niceair í síðustu viku. „Og því miður er það þannig að flugfélög hafa ekki alveg sagt rétt til um allan rétt sem farþegar eiga við þessar aðstæður,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Ef flugi er aflýst á fólk nefnilega rétt á því að fá það endurgreitt eða að fá nýtt flugfar út, hvort heldur sem er með upprunalega flugfélaginu eða að það kaupi flug með öðru flugfélagi. Við þetta bætast svo bætur, að því gefnu að aflýsing flugferðarinnar skýrist ekki af óviðráðanlegum aðstæðum eins og náttúruhamförum, óveðri eða verkfalli þriðja aðila. „Ef flug er fellt niður með minna en 14 daga fyrirvara á fólk líka rétt á því að fá skaðabætur sem nema allt frá 250 evrum og upp í 600 evrur, eftir því hversu langt flugið er,“ segir Breki. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.vísir/vilhelm Fyrir allar flugferðir sem er aflýst innan EES-svæðisins og eru lengri en 1.500 kílómetrar á fólk til dæmis rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Það gera um 55 þúsund íslenskar krónur. Þetta á við um báðar ferðir PLAY sem aflýst var í dag. Oft má svo bæta við þetta gistingu, máltíðum og ýmsum kostnaði sem fólk þarf að taka á sig við þessar aðstæður. Rétturinn er misjafn eftir aðstæðum og vegalengdum en hér á vef Neytendasamtakanna má finna svokallaðan flugreikni þar sem farþegar geta slegið inn þær aðstæður sem þær lenda í, bæði þegar flugferð er seinkað og aflýst, og séð hver réttur þeirra er. Berki telur fólk almennt ekki meðvitað um þetta. „Nei því miður. Fólk sem leitar til okkar og það hafa verið í dag bara nokkrir tugir. Það virðist ekki vera meðvitað um þetta,“ segir Breki.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Niceair Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira