Hall átti farsælan feril í Hollywood og lék í um 185 kvikmyndum og þáttaröðum samkvæmt vef IMDb. Hann er einna þekktastur fyri rhlutverk sín í kvikmyndum á borð við Boogie Nights frá árinu 1997 og Magnolia frá árinu 1999. Þá var Hall minnistæður senuþjófur í Seinfeld þar sem hann lék bókasafnsvörðinn Bookman.
Margir hafa minnst Hall á samfélagsmiðlum í dag. "Philip fékk mig til að hlægja meira en nokkur annar leikari sem ég vann með" er haft eftir Larry David í grein Independent.
Hall skilur eftir sig eiginkonu, Holly Wolfle, og tvær dætur, þær Adella og Ann.