Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 14:30 Xavi ræðir við Pique í leik Barcelona og Villareal í vetur. Eric Alonso/Getty Images Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin. Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Piqué og Xavi léku saman með Barcelona frá 2008 til 2015 þegar sá síðarnefndi yfirgaf félagið til að fara til Katar. Einnig léku þeir saman með spænska landsliðinu frá 2009 til 2014 þar sem þeir unnu saman HM 2010 og EM 2012. Eitthvað hefur kastast í kekki milli þeirra félaga eftir að Xavi varð yfirmaður Piqué þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í fyrra. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi sé ósáttur við hugarfar Piqué þar sem hann einblíni meira á líf sitt utan vallar en innan hans. Þjálfarinn sé hræddur um að hann geti ekki treyst á miðvörðinn. Piqué er orðinn 35 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir fjárfestingar sínar undanfarin ár. Hann er stofnandi fyrirtækisins Kosmos Holding sem gerði þriggja milljarða evra samning við Alþjóðatennissambandið vegna framþróunar á Davis-bikarnum, auk þess að standa að fantasy-fótboltaleikjum og eiga meirihluta í tveimur íþróttafélögum; FC Andorra og Gimnástic Manresa. Spænskum fjölmiðlum deilir á um hvort Piqué verði áfram hjá Barcelona eða ekki. Einhverjir segja hann á förum meðan aðrir, til að mynda COPE, segja hann hafa lofað Xavi að fótboltinn verði fremst í hans forgangsröð og verði því áfram. Sport.es segir Piqué vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram og koma í leiðinni til móts við félagið vegna fjárhagskragga þess. Miðillinn segir hann hafa sagt við Joan Laporta, forseta Barcelona, að kaupa besta miðvörð heims til þess eins að sjá hann sitja á bekknum, á eftir Piqué sjálfum sem verði í byrjunarliðinu á komandi tímabili sama hver verði keyptur. Piqué svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann birti myndband af sér að taka rækilega á því í ræktinni. There is no "offseason" pic.twitter.com/HQplCKNjGC— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 14, 2022 Piqué berst um miðvarðastöðuna hjá Barcelona við Ronald Araújo, Eric García og Clément Llenglet. Þá er Daninn Andreas Christensen sagður á leið til félagsins þegar samningur hans við Chelsea rennur út um mánaðamótin.
Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira