Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. júní 2022 17:15 Afturelding fær ÍBV í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. Afturelding sem er í 9. sæti með þrjú stig byrjaði leikinn af krafti. Fyrsta marktilraun þeirra kom eftir einungis tvær mínútur þegar að Þórhildur Þórhallsdóttir stóð rúmum meter frá markinu og átti skot í slánna. Eftir rúmlega tíu mínútur átti ÍBV marktilraun. Olga Sevcova keyrir fram og gefur boltann yfir á Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem var ein á móti Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving en Auður gerði vel og varði. Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, í baráttunniVísir: Bára Afturelding átti nokkrar marktilraunir en boltinn endaði ýmist yfir eða í markrammanum. Miðbik fyrri hálfleiksins var tíðinda lítill, Afturelding hélt boltanum vel allt fram á 43. mínútu. Þá er Ameera Abdella Hussen með boltann og þræðir hann yfir á Olgu Sevcovu sem kom boltanum í markið. Staðan 1-0 fyrir ÍBV. ÍBV mætti töluvert ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og spiluðu þær agaðri leik heldur en í þeim fyrri. Þær áttu nokkrar marktilraunir en boltinn endaði ýmist framhjá eða í höndunum á Auði í marki Aftureldingar. Afturelding gerði áhlaup í lok seinni hálfleiks en boltinn endaði ekki inn í markinu og lokatölur því 1-0 fyrir Eyjakonum. Afhverju vann ÍBV? Þetta eina mark ÍBV var í raun þvert á gang leiksins og voru þær stál heppnar að koma boltanum inn undir lok fyrri hálfleiks. Það greinilega kveikti í þeim því þær mættu betur stemmdar í þann seinni og náðu að halda hreinu. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Olga Sevcova sem skoraði eina mark leiksins. Hún var duglega að keyra upp kantana og koma boltanum fyrir. Lavinia Elisabeta Boanda átti góðan dag í markinu hjá ÍBV og hélt hreinu. Hjá Aftureldingu var Auður Sveinsbjörnsdóttir Scheving góð í markinu og átti nokkrar mikilvægar vörslur. Sigrún Eva Sigurðardóttir var góð í fyrri hálfleik og átti hörku marktilraunir en vantaði herslu muninn að boltinn færi inn. Það var hart barist í kvöldVísir: Bára Hvað gekk illa? Afturelding kom ekki boltanum inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Boltinn endaði þrisvar sinnum í markrammanum hjá þeim og töluvert oftar framhjá. Hjá ÍBV voru nokkrir leikmenn ekki alveg á deginum sínum sérstaklega í fyrri hálfleiknum og hefði staðan eflaust verið önnur en það vantaði áræðni í að koma boltanum í netið. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram sunnudaginn 19. júní. Afturelding sækir Selfoss heim kl 14.00 og ÍBV sækir Stjörnuna heim kl 16:15. Alexander Aron Davorsson: „Ef maður nýtir ekki færin sín í fótboltaleik þá á maður ekkert skilið“ Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir leikinnVísir: Bára „Leikurinn sér við mér þannig að við vorum með þennan leik frá a-ö allan leikinn. En svona er þetta bara, ef maður nýtir ekki færin sín í fótboltaleik þá á maður ekkert skilið,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir 1-0 tap á móti ÍBV í kvöld. Afturelding fékk nóg af tækifærum til þess að skora en það vantaði herslu muninn að boltinn endaði í netinu. „Það sem vantaði var greddu fyrir framan markið og hafa trú á þessu og setja hann inn. Við erum búnar að skora í öllum leikjum í sumar fyrir utan KR og þessum og í báðum þeim leikjum erum við að fá fullt af færum. Við erum allavega að fá færi og það er gott.“ Eftir góðan fyrri hálfleik virtust leikmenn Aftureldingar missa dampinn í þeim seinni. Alexander segir að markið hafi verið högg og hefði viljað sjá stelpurnar nýta færin sem þær fengu í seinni til að jafna. „Ef þú færð á þig mark á 44. mínútu og ferð inn í hálfleik eftir að vera búin að dóminera leikinn þá er alveg smá högg. Við komum í seinni hálfleik og fáum dauðafæri strax eftir fjórar mínútur. Þar hefðum við getað kveikt aftur í þessu 1-1 og leikurinn væri okkar. En svona er þetta bara.“ Meiri hlutinn af útlensku stelpunum sem Afturelding fékk fyrir sumarið eru farnar heim og aðspurður hvort Afturelding ætli að sækja nýja leikmenn sagðist Alexander vilja helst spila á íslensku liði. „Ég er ánægður með íslensku stelpurnar og mig langar að keyra á íslensku liði. Að vera í þessu til þess að gefa íslenskum leikmönnum tækifæri og sjá þær taka við keflinu. Mér finnst leiðinlegt að horfa á fimm, sex útlendinga inn á í liði á Íslandi og það er bara mín skoðun. Við sóttum þrjár og þær meiddar. Það er 50/50 hvað við gerum, mér finnst íslensku stelpurnar eiga það skilið að taka við keflinu, sérstaklega núna.“ Næsti leikur er á móti Selfoss og vill Alexander fá sömu orku og kraft eins og var yfir liðinu í þessum leik „Ég vill halda áfram að gera það sem við gerðum í dag. Það var andi í liðinu og orka og kraftur. Síðan förum við eftir Selfoss leikinn í pásu og vonandi endurheimtum við eitthvað af helmingnum til baka. Við erum ekkert búnar fyrr en að mótið er búið. Ég hef alltaf sagt að ég hef trú á þessu til 1. október.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Afturelding Tengdar fréttir „Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. 14. júní 2022 21:07
Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. Afturelding sem er í 9. sæti með þrjú stig byrjaði leikinn af krafti. Fyrsta marktilraun þeirra kom eftir einungis tvær mínútur þegar að Þórhildur Þórhallsdóttir stóð rúmum meter frá markinu og átti skot í slánna. Eftir rúmlega tíu mínútur átti ÍBV marktilraun. Olga Sevcova keyrir fram og gefur boltann yfir á Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem var ein á móti Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving en Auður gerði vel og varði. Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, í baráttunniVísir: Bára Afturelding átti nokkrar marktilraunir en boltinn endaði ýmist yfir eða í markrammanum. Miðbik fyrri hálfleiksins var tíðinda lítill, Afturelding hélt boltanum vel allt fram á 43. mínútu. Þá er Ameera Abdella Hussen með boltann og þræðir hann yfir á Olgu Sevcovu sem kom boltanum í markið. Staðan 1-0 fyrir ÍBV. ÍBV mætti töluvert ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og spiluðu þær agaðri leik heldur en í þeim fyrri. Þær áttu nokkrar marktilraunir en boltinn endaði ýmist framhjá eða í höndunum á Auði í marki Aftureldingar. Afturelding gerði áhlaup í lok seinni hálfleiks en boltinn endaði ekki inn í markinu og lokatölur því 1-0 fyrir Eyjakonum. Afhverju vann ÍBV? Þetta eina mark ÍBV var í raun þvert á gang leiksins og voru þær stál heppnar að koma boltanum inn undir lok fyrri hálfleiks. Það greinilega kveikti í þeim því þær mættu betur stemmdar í þann seinni og náðu að halda hreinu. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Olga Sevcova sem skoraði eina mark leiksins. Hún var duglega að keyra upp kantana og koma boltanum fyrir. Lavinia Elisabeta Boanda átti góðan dag í markinu hjá ÍBV og hélt hreinu. Hjá Aftureldingu var Auður Sveinsbjörnsdóttir Scheving góð í markinu og átti nokkrar mikilvægar vörslur. Sigrún Eva Sigurðardóttir var góð í fyrri hálfleik og átti hörku marktilraunir en vantaði herslu muninn að boltinn færi inn. Það var hart barist í kvöldVísir: Bára Hvað gekk illa? Afturelding kom ekki boltanum inn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Boltinn endaði þrisvar sinnum í markrammanum hjá þeim og töluvert oftar framhjá. Hjá ÍBV voru nokkrir leikmenn ekki alveg á deginum sínum sérstaklega í fyrri hálfleiknum og hefði staðan eflaust verið önnur en það vantaði áræðni í að koma boltanum í netið. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram sunnudaginn 19. júní. Afturelding sækir Selfoss heim kl 14.00 og ÍBV sækir Stjörnuna heim kl 16:15. Alexander Aron Davorsson: „Ef maður nýtir ekki færin sín í fótboltaleik þá á maður ekkert skilið“ Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir leikinnVísir: Bára „Leikurinn sér við mér þannig að við vorum með þennan leik frá a-ö allan leikinn. En svona er þetta bara, ef maður nýtir ekki færin sín í fótboltaleik þá á maður ekkert skilið,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir 1-0 tap á móti ÍBV í kvöld. Afturelding fékk nóg af tækifærum til þess að skora en það vantaði herslu muninn að boltinn endaði í netinu. „Það sem vantaði var greddu fyrir framan markið og hafa trú á þessu og setja hann inn. Við erum búnar að skora í öllum leikjum í sumar fyrir utan KR og þessum og í báðum þeim leikjum erum við að fá fullt af færum. Við erum allavega að fá færi og það er gott.“ Eftir góðan fyrri hálfleik virtust leikmenn Aftureldingar missa dampinn í þeim seinni. Alexander segir að markið hafi verið högg og hefði viljað sjá stelpurnar nýta færin sem þær fengu í seinni til að jafna. „Ef þú færð á þig mark á 44. mínútu og ferð inn í hálfleik eftir að vera búin að dóminera leikinn þá er alveg smá högg. Við komum í seinni hálfleik og fáum dauðafæri strax eftir fjórar mínútur. Þar hefðum við getað kveikt aftur í þessu 1-1 og leikurinn væri okkar. En svona er þetta bara.“ Meiri hlutinn af útlensku stelpunum sem Afturelding fékk fyrir sumarið eru farnar heim og aðspurður hvort Afturelding ætli að sækja nýja leikmenn sagðist Alexander vilja helst spila á íslensku liði. „Ég er ánægður með íslensku stelpurnar og mig langar að keyra á íslensku liði. Að vera í þessu til þess að gefa íslenskum leikmönnum tækifæri og sjá þær taka við keflinu. Mér finnst leiðinlegt að horfa á fimm, sex útlendinga inn á í liði á Íslandi og það er bara mín skoðun. Við sóttum þrjár og þær meiddar. Það er 50/50 hvað við gerum, mér finnst íslensku stelpurnar eiga það skilið að taka við keflinu, sérstaklega núna.“ Næsti leikur er á móti Selfoss og vill Alexander fá sömu orku og kraft eins og var yfir liðinu í þessum leik „Ég vill halda áfram að gera það sem við gerðum í dag. Það var andi í liðinu og orka og kraftur. Síðan förum við eftir Selfoss leikinn í pásu og vonandi endurheimtum við eitthvað af helmingnum til baka. Við erum ekkert búnar fyrr en að mótið er búið. Ég hef alltaf sagt að ég hef trú á þessu til 1. október.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Afturelding Tengdar fréttir „Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. 14. júní 2022 21:07
„Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. 14. júní 2022 21:07
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti