„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2022 23:15 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00