Apple kaupir réttinn að Arnóri, Róberti, Þorleifi og félögum í MLS-deildinni fyrir metfé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 08:00 Arnór Ingvi í vægast sagt íslensku veðri með New England Revolution. Andrew Katsampes/Getty Images Hugbúnaðarrisinn Apple hefur keypt sýningarréttinn að MLS-deildinni í fótbolta fyrir tvo og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Samsvarar það tæplega 332 milljörðum íslenskra króna. Samningurinn gildir til tíu ára. Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar. Fótbolti MLS Apple Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar.
Fótbolti MLS Apple Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira