Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 11:00 Omar Sowe var úrskurðaður í tveggja leikja bann. vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira