Þetta kemur fram í skoðanakönnun Reuters frá því á þriðjudag. Ánægja með Biden hefur mælst lægri en 50% alveg síðan í ágúst sem gæti verið merki um að Demókratar muni missa aðra deild þingsins í kosningum sem fara fram á miðju tímabili þann 8. nóvember.
Talið er að þessa aukna óánægja stafi af óánægju innan hans eigin flokks, Demókrataflokksins, en ánægja með hann þar hefur lækkað um 10% frá því í ágúst. Ánægja Repúblikana með forsetann hefur hins vegar haldist nokkuð óbreytt og er í litlum 11 prósentum.
Hins vegar hefur ánægja með Biden ekki enn náð sömu lægðum og hjá forvera hans, Donald Trump, sem mældist með 33% þegar verst stóð. Biden fór aftur á móti ansi nálægt því hlutfalli í lok maí þegar 36% sögðust ánægð með hann.