Segir LIV fyrir eldri kylfinga og þá sem kjósi auðveldu leiðina Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 15:02 Rory McIlroy er klár í slaginn á US Open sem hefst á morgun. Getty/Andrew Redington Rory McIlroy hélt áfram að gagnrýna þá kylfinga sem gengið hafa til liðs við hina umdeildu LIV-mótaröð í golfi þegar hann sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi, í aðdraganda þess að hann mætir þeim á US Open risamótinu sem hefst á morgun. Á meðal kylfinga sem PGA-mótaröðin hefur nú bannað, þar sem að þeir hafa ákveðið að spila á sádi-arabísku LIV-mótaröðinni, eru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Sergio Garcia og Bryson DeChambeau. Þeir verða hins vegar allir með á US Open sem hefst á morgun og etja þar kappi við McIlroy og fleiri. McIlroy segir þessa kylfinga einfaldlega vera að elta peninga og að þeir virðist búnir að sætta sig við að bestu árum ferilsins sé lokið. „Ég skil já, því margir af þessum náungum eru komnir hátt á fimmtugsaldurinn. Í tilviki Phils er hann kominn á sextugsaldur. Já, ég held að allir hér inni taki undir að bestu dagarnir séu að baki hjá þessum kylfingum. Þess vegna skil ég samt ekki af hverju strákar sem eru á svipuðum aldri og ég séu að fara þangað því ég leyfi mér að halda að ég eigi bestu árin enn eftir og tel að það eigi líka við um þá. Þess vegna finnst manni að þeir séu að velja auðveldu leiðina,“ sagði McIlroy. McIlroy, sem er 33 ára, segist hins vegar ekki hafa misst virðinguna fyrir Mickelson, sem síðast vann risamót í fyrra þegar hann fagnaði sigri á PGA meistaramótinu, fimmtugur að aldri. „Hann vann risamót fyrir 13 mánuðum sem er einn stærsti sigur hans á ferlinum og eitt mesta afrek í sögu golfíþróttarinnar. Sem kylfingur ber ég mikla virðingu fyrir Phil. Ég er vonsvikinn yfir því hvernig hann hefur gert hlutina en ég held að hann hafi komið til baka og sýnt ákveðna eftirsjá yfir því sem hann hefur gert, svo ég held að hann hafi lært af þessu,“ sagði McIlroy. Opna bandaríska mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf eins og önnur risamót í golfi. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 15 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á meðal kylfinga sem PGA-mótaröðin hefur nú bannað, þar sem að þeir hafa ákveðið að spila á sádi-arabísku LIV-mótaröðinni, eru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Sergio Garcia og Bryson DeChambeau. Þeir verða hins vegar allir með á US Open sem hefst á morgun og etja þar kappi við McIlroy og fleiri. McIlroy segir þessa kylfinga einfaldlega vera að elta peninga og að þeir virðist búnir að sætta sig við að bestu árum ferilsins sé lokið. „Ég skil já, því margir af þessum náungum eru komnir hátt á fimmtugsaldurinn. Í tilviki Phils er hann kominn á sextugsaldur. Já, ég held að allir hér inni taki undir að bestu dagarnir séu að baki hjá þessum kylfingum. Þess vegna skil ég samt ekki af hverju strákar sem eru á svipuðum aldri og ég séu að fara þangað því ég leyfi mér að halda að ég eigi bestu árin enn eftir og tel að það eigi líka við um þá. Þess vegna finnst manni að þeir séu að velja auðveldu leiðina,“ sagði McIlroy. McIlroy, sem er 33 ára, segist hins vegar ekki hafa misst virðinguna fyrir Mickelson, sem síðast vann risamót í fyrra þegar hann fagnaði sigri á PGA meistaramótinu, fimmtugur að aldri. „Hann vann risamót fyrir 13 mánuðum sem er einn stærsti sigur hans á ferlinum og eitt mesta afrek í sögu golfíþróttarinnar. Sem kylfingur ber ég mikla virðingu fyrir Phil. Ég er vonsvikinn yfir því hvernig hann hefur gert hlutina en ég held að hann hafi komið til baka og sýnt ákveðna eftirsjá yfir því sem hann hefur gert, svo ég held að hann hafi lært af þessu,“ sagði McIlroy. Opna bandaríska mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf eins og önnur risamót í golfi. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 15 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira