Danny Guthrie gjaldþrota Atli Arason skrifar 16. júní 2022 07:31 Danny Guthrie lék 17 leiki með Fram. Hér er hann í teiknuðum Fram búning sem Framarar birtu áður en hann samdi við liðið í maí 2021. mynd/Fram Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu breska ríkisins í gær. Samkvæmt tilkynningunni fékk Guthrie lán hjá vini sínum í maí 2019 upp á 75 þúsund pund, sem er um 12 milljónir króna á núvirði. Hann sagðist ætla að nota lánið til að standa straum af íbúðaláni sínu og annara útgjalda, lán sem hann ætlaði að endurgreiða við sölu á húsnæði sínu. Áður en að sölu húsnæðisins kom tókst Guthrie að safna um 120 þúsund pundum í veðmálaskuldir, tæpar 20 milljónir króna. Þegar Guthrie seldi húsið sitt í ágúst 2020 greiddi hann upp veðmálaskuldir sínar en lántakan upp á 75 þúsund pund var áfram ógreidd. Danny Guthrie lék með Newcastle frá 2008-2012. Hér sést hann tækla Dider Drogba í leik gegn Chelsea. Fyrir vikið hefur Guthrie verið úrskurðaður gjaldþrota og heldur hann þeirri stöðu í sex ár, eða þar til í maí 2028. Á þeim tíma má hann ekki fá meira en 500 pund lánuð, sem er um 80 þúsund krónur. Honum er einnig bannað að gegna stjórnarstöðu í bresku fyrirtæki þangað til að gjaldþrots úrskurðurinn rennur sitt skeið. Guthrie kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool en hann lék á sínum tíma 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Reading, Bolton og Newcastle. Guthrie lauk löngum ferli sínum hér á Íslandi, þegar hann lék með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar. Í dag starfar hann sem þjálfari í Dúbaí. Enski boltinn Gjaldþrot Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu breska ríkisins í gær. Samkvæmt tilkynningunni fékk Guthrie lán hjá vini sínum í maí 2019 upp á 75 þúsund pund, sem er um 12 milljónir króna á núvirði. Hann sagðist ætla að nota lánið til að standa straum af íbúðaláni sínu og annara útgjalda, lán sem hann ætlaði að endurgreiða við sölu á húsnæði sínu. Áður en að sölu húsnæðisins kom tókst Guthrie að safna um 120 þúsund pundum í veðmálaskuldir, tæpar 20 milljónir króna. Þegar Guthrie seldi húsið sitt í ágúst 2020 greiddi hann upp veðmálaskuldir sínar en lántakan upp á 75 þúsund pund var áfram ógreidd. Danny Guthrie lék með Newcastle frá 2008-2012. Hér sést hann tækla Dider Drogba í leik gegn Chelsea. Fyrir vikið hefur Guthrie verið úrskurðaður gjaldþrota og heldur hann þeirri stöðu í sex ár, eða þar til í maí 2028. Á þeim tíma má hann ekki fá meira en 500 pund lánuð, sem er um 80 þúsund krónur. Honum er einnig bannað að gegna stjórnarstöðu í bresku fyrirtæki þangað til að gjaldþrots úrskurðurinn rennur sitt skeið. Guthrie kom upp í gegnum unglingastarf Liverpool en hann lék á sínum tíma 103 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Reading, Bolton og Newcastle. Guthrie lauk löngum ferli sínum hér á Íslandi, þegar hann lék með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar. Í dag starfar hann sem þjálfari í Dúbaí.
Enski boltinn Gjaldþrot Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira