Pérez: Mbappé breytti draumi sínum vegna pólitísks þrýstings Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 13:31 Pérez lét gamminn geysa í viðtali í gær. Samuel de Roman/Getty Images Florentino Pérez, forseti Real Madrid, tjáði sig um málefni franska framherjans Kylian Mbappé í gær. Mbappé var nálægt því að ganga til liðs við spænska stórveldið áður en honum snerist hugur. Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira