Pérez: Mbappé breytti draumi sínum vegna pólitísks þrýstings Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 13:31 Pérez lét gamminn geysa í viðtali í gær. Samuel de Roman/Getty Images Florentino Pérez, forseti Real Madrid, tjáði sig um málefni franska framherjans Kylian Mbappé í gær. Mbappé var nálægt því að ganga til liðs við spænska stórveldið áður en honum snerist hugur. Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira