„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2022 12:02 Þegar bílasmíði hófst var meira lagt upp úr fegurð og gæðum að sögn formanns Bílaklúbbs Akureyrar. Bílakúbbur Akureyrar Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“ Bílar Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“
Bílar Akureyri Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira