Besta deild kvenna í fótbolta er hálfnuð og því ákváðu Bestu mörkin að fara yfir fyrri helming mótsins og gera hann upp. Var lið fyrri helmingsins valið ..
„Allir hér í setti sammála því,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, um lið fyrir helmingsins. Stillt er upp í 4-4-1-1 leikkerfi og er liðið þannig skipað:
Sigurðardóttir (Valur) er í markinu. Þar fyrir framan eru Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) og Sif Atladóttir (Selfoss) í miðverði á meðan Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) er í hægri bakverði og Elísa Viðarsdóttir (Valur) í vinstri bakverði.
Á fjögurra manna miðju eru þær Hildur Antonsdóttir (Breiðablik), Katla Tryggvadóttir (Þróttur Reykjavík), Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) og Olga Sevcova (ÍBV).
Tiffany McCarty (Þór/KA) er svo aðeins fyrir aftan Brennu Loveru (Selfoss) sem er ein upp á topp. Þá er þjálfari fyrri helmingsins Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, en lið hans situr í 3. sæti deildarinnar með 17 stig sem stendur.

Arna Sif, miðvörður Vals, var svo valin besti leikmaður fyrri helmings Íslandsmótsins. Valur hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu níu umferðunum og þá hefur Arna Sif skorað þrjú mörk, þar á meðal sigurmarkið er Valur vann Breiðablik 1-0 í Kópavogi.
„Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg fyrir þetta Valslið og lykilmaður í þeirra velgengni það sem af er sumri. Gaman að sjá að hún er að færa leik sinn upp á annað plan,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um þennan öfluga miðvörð.
Besta mark fyrri umferðarinnar kom svo úr 9-1 sigri Íslandsmeistara Vals á KR. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þá með glæsilegu skoti lengst utan af velli.