Stærsta stund ferilsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:16 Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech. Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech.
Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira