Hadwin leiðir eftir fyrsta hring | Mickelson meðal neðstu manna á afmælisdaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 23:31 Adam Hadwin spilaði manna best á Opna bandaríska meistaramótinu í dag. Warren Little/Getty Images Kanadamaðurinn Adam Hadwin er í forystu eftir fyrsta dag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. Hann lék holurnar 66 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Afmælisbarnið Phil Mickelson átti hins vegar afleitan dag og lék á átta höggum yfir pari. Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira