Skógareldar loga um allan Spán Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2022 14:31 Höfuðborgarbúar kæla sig í einum af mörgum gosbrunnum Madrid, en þar hefur hitinn farið í um og yfir 40 gráður síðustu daga. Fernando Sanchez/GettyImages Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið. Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið.
Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira