LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu Atli Arason skrifar 18. júní 2022 11:30 Messi og Mbappe gætu verið á förum frá PSG ef áætlanir LaLiga ganga eftir. Getty Images Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain. Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira