LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu Atli Arason skrifar 18. júní 2022 11:30 Messi og Mbappe gætu verið á förum frá PSG ef áætlanir LaLiga ganga eftir. Getty Images Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain. Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Deildin telur samninginn ólöglegan og brjóta gegn reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). LaLiga hefur áður sent inn formlega kvörtun en nú er málið á leið í réttarsalinn þar sem dómstólar í Frakklandi þurfa að útkljá ágreining um lögmæti samnings Mbappe. „Við erum að leitast eftir nýju fordæmi, svipað og Bosman reglan sem gjörbreytti markaðinum,“ sagði franski lögfræðingurinn Juan Branco á fréttamannafundi í París í gær. Bosman reglan tók gildi árið 1995 en samkvæmt henni mega leikmenn skipta um lið þegar samningur leikmanns rennur út, án þess að fyrra félagið fái borgað fyrir leikmanninn. Reglan tók gildi eftir að Jean-Marc Bosman vann ágreiningsmál við félagslið sitt, RFC Liège, fyrir Evrópudómstólum það ár. Juan Branco, sem er 32 ára, var fenginn til þess að sjá um málareksturinn í Frakklandi af Javier Tebas, forseta LaLiga. Branco segir umbjóðendur sína tilbúna að fara með málið eins langt og það þarf og segist handviss um að dómstólar á hæsta stigi Evrópu verði sammála honum. „Við vitum að þetta verður erfitt fyrir frönskum dómstólum, í ljósi þess að Macron forseti bað Mbappe um að vera áfram í París,“ sagði Branco, sem hefur lengi haft horn í síðu Macron forseta. Vilja að allir samningar verði ógildir Lögfræðingurinn útskýrði að hann myndi biðja íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera að ógilda samninga alla leikmanna PSG sem voru undirritaðir eftir 25 júní 2021, þegar síðasta athugun franskra yfirvalda fór fram. Lögfræðingurinn Juan Branco.AFP „Eins og staðan er í dag, þá má Mbappe ekki spila fyrir PSG,“ sagði lögfræðingurinn. Telja þeir að PSG brjóti einnig reglugerð Evrópusambandsins um Evrópu sem einn markað og frjálsa samkeppni. Mismunur á reglugerð í frönsku deildinni og þeirri spænsku skapi ójafnvægi á milli landanna sem er ólöglegt að mati Branco. Lionel Messi skrifaði undir samning við PSG í ágúst 2021, eftir að Barcelona gat ekki boðið honum nýjan samning vegna fjárhagsreglna spænsku deildarinnar.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira