Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 12:17 Stjórnendur fyrirtækisins hyggjast bregðast við ábendingunni. Skjáskot/Airport Direct Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira