Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 18:15 Flokkur Le Pen vinnur mikinn sigur samkvæmt nýjustu tölum á meðan meirihluti Macron fellur. Vísir/Getty Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega. Aðeins um 46% Frakka mættu á kjörstað í dag, sem er næstversta kjörsókn frá árinu 1958. Haldist endanleg úrslit á svipuðum nótum og þessar fyrstu tölur er ljóst að meirihluti miðjubandalags Macron missir um þriðjung fylgis frá síðustu kosningum og er kolfallinn. Líklegt þykir að Macron muni leita til hægriflokksins Les Républicains til að uppfylla kosningaloforð sín um lægri skatta og hærri eftirlaunaaldur. Hægri og vinstri uppskera á kostnað miðjunnar Allt lítur út fyrir að Rassemblement, róttækur hægriflokkur Marine le Pen, vinni sögulegan sigur í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fram fór í dag. Flokknum er spáð um 80 sætum samkvæmt fyrstu tölum, margfalt meira en þeir sjö þingmenn sem flokkurinn fékk 2017. Verði það svo fær flokkurin í fyrsta skipti meira en 15 sæti, þann fjölda sem þarf til að mynda þingflokk á þinginu, síðan 1986 þegar hann fékk 35 sæti undir stjórn Jean-Marie Le Pen, föður Marine Le Pen. Hið róttæka vinstribandalag NUPES, myndað úr flokkum sósíalista, græningja og jafnaðarmann, undir forystu Jean-Luc Mélenchon, er spáð á bilinu 150 til 200 sætum sem er mikið betri kosning en vinstrimenn fengu fyrir fimm árum. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Aðeins um 46% Frakka mættu á kjörstað í dag, sem er næstversta kjörsókn frá árinu 1958. Haldist endanleg úrslit á svipuðum nótum og þessar fyrstu tölur er ljóst að meirihluti miðjubandalags Macron missir um þriðjung fylgis frá síðustu kosningum og er kolfallinn. Líklegt þykir að Macron muni leita til hægriflokksins Les Républicains til að uppfylla kosningaloforð sín um lægri skatta og hærri eftirlaunaaldur. Hægri og vinstri uppskera á kostnað miðjunnar Allt lítur út fyrir að Rassemblement, róttækur hægriflokkur Marine le Pen, vinni sögulegan sigur í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fram fór í dag. Flokknum er spáð um 80 sætum samkvæmt fyrstu tölum, margfalt meira en þeir sjö þingmenn sem flokkurinn fékk 2017. Verði það svo fær flokkurin í fyrsta skipti meira en 15 sæti, þann fjölda sem þarf til að mynda þingflokk á þinginu, síðan 1986 þegar hann fékk 35 sæti undir stjórn Jean-Marie Le Pen, föður Marine Le Pen. Hið róttæka vinstribandalag NUPES, myndað úr flokkum sósíalista, græningja og jafnaðarmann, undir forystu Jean-Luc Mélenchon, er spáð á bilinu 150 til 200 sætum sem er mikið betri kosning en vinstrimenn fengu fyrir fimm árum.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58