Saga var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil en hún vann einnig árið 2019. Hafði hún betur gegn Pamelu Ósk Hjaltadóttur úr GM í úrslitaleik mótsins. Hafdís Alda Jóhannesdóttir úr GK endaði í þriðja sæti.
Sigurður Bjarki hafði betur gegn Kristófer Orra Þórðarsyni úr GKG í úrslitaleiknum í karlaflokki. Var Sigurður Bjarki að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Kristján Þór Einarsson var í þriðja sæti mótsins.