Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2022 14:01 Ingibjörg Sigurðardóttir á ferðinni í leik gegn Hollendingum. Getty Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira