Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 12:20 Borði til stuðnings Julian Assange í Sydney. AP/Mark Baker Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf. Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017. Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Þrýst hefur verið á áströlsku ríkisstjórnina að grípa inn í eftir að innanríkisráðherra Bretlands skipaði fyrir um að Assange skyldi framseldur til Bandaríkjanna í síðustu viku. Anthony Albanese, nýr forsætisráðherra, vill ekki gefa upp hvort hann hafi rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um mál Assange. „Ég ætla mér að leiða ríkisstjórn sem á í háttvísum og viðeigandi samskiptum við bandamenn okkar,“ sagði Albanese við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. Dóms- og utanríkisráðherra áströlsku stjórnarinnar segja mál Assange hafa dregist of mikið á langinn að það ætti að leiða til lykta. Assange er ákærður fyrir brot á njósnalögum í Bandaríkjunum. Hann hafi lagt á ráðin um tölvuinnbrot með Chelsea Manning, sem þá var greinandi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjahers, þar sem fjöldi sendiráðsskjala var stolið. Skjölin voru svo birt á Wikileaks án þess að nöfn fólk væru fjarlægð en það segja saksóknarar að hafi sett hundruð manna í lífshættu, þar á meðal fólk sem aðstoðaði Bandaríkjaher í Írak og Afganistan. Einhverjir þeirra hafi horfið eftir uppljóstranir Wikileaks. Fjölmiðlar sem unnu í fyrstu með Wikileaks að birtingu gagnanna birtu ekki nöfn fólksins. Assange brenndi fljótt flestar brýr að baki sér í samskiptum við fjölmiðlana. Lögmenn Assange ætla að kæra ákvörðun breska innanríkisráðherrans um að framselja hann. Stella Assange, eiginkona hans, segir að hann sé sóttur til saka fyrir að afhjúpa stríðsglæpi. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu Chelsea Manning rétt áður en hann yfirgaf embættið árið 2017.
Mál Julians Assange Ástralía Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36 Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Segir að Assange muni áfrýja: „Þessi slagur heldur áfram“ Innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Ritstjóri Wikileaks segir um pólitískar ofsóknir að ræða og málinu sé ekki lokið fyrir dómstólum. 17. júní 2022 11:36
Innanríkisráðherra Bretlands gefur grænt ljós á framsal Assange Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands hefur gefið grænt ljós á framsal Julians Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 17. júní 2022 09:33