Nítján dagar í EM: Púllari sem vann sem endurskoðandi og hlustar á gospel-tónlist Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júní 2022 14:02 Guðrún Arnardóttir hefur fest sig í sessi í vörn íslenska landsliðsins. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir er önnur í röðinni. Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira