Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 14:00 ísland Kýpur undankeppni HM Laugardalsvöllur KSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn